Search

Free shipping on orders over $75. Applies at checkout!

TIL STYRKTAR
Hollvinafélags Sjúkrahússins á Akureyri

Kæru viðskiptavinir.

✅ Vefverslun opin
✅ Verslun opið


Á þessum erfiðu tímum viljum við leggja okkar af mörkum og bjóða upp á sölu á gjafabréfum að andvirði 6000 kr í verslun okkar en 50% af öllum seldum gjafabréfum renna óskert til Hollvinafélags Sjúkrahússins á Akureyri til þess að efla kaupmátt á öndunarvélum.

Nú þegar eru þrjár öndunarvélar á sjúkrahúsinu, en það þykir ekki nóg, sérstaklega vegna COVID-19 veirunnar sem herjar nú á landið.

Veiran hefur haft talsverð áhrif á störf sjúkrahússins, til að mynda hefur öllum skimunum fyrir brjósta- og leghálskrabbameini verið frestað um óákveðinn tíma.


„Allt smátt gerir eitt stórt"

Er greiðslu er lokið fær viðskiptavinur tölvupóst með gjafrabréfskóða sem hægt er að nota á vefsíðu www.sativa.is eða í verslun okkar á Akureyri þegar ástandið batnar.

Gjafabréfið rennur út á 24 mánuðum.

Við viljum líka taka það fram að við veitum fría heimkeyrslu á Akureyrarsvæði 600 og 603.

Eigendur Satívu Líf ehf þökkum kærlega fyrir ykkar framlag.

Við hjá Satíva Líf ehf skorum á önnur fyrirtæki til hins sama.

Leita