Search

Free shipping on orders over $75. Applies at checkout!

Um Okkur

Satíva Líf ehf. er fyrsta sérverslunin á Íslandi sem selur CBD vörur.

Við stofnuðum fyrirtækið um miðjan september í fyrra og verslunin sjálf var opnuð í byrjun desember sama ár. Okkur hefur verið tekið mjög vel sem kom okkur fyrst í opna skjöldu. Við áttum von á meira mótlæti, sérstaklega frá fólki sem hefur ekki kynnt sér CBD og veit ekki hvaðan það kemur. Þá höfðum við áhyggjur að eldri kynslóðin væri mótfallnari, en svo varð alls ekki raunin. Stærsti kúnnahópurinn okkar er meira að segja einmitt fólk á aldrinum 50+

Bragi Austfjörð kynntist CBD þegar hann fór til Bandaríkjanna árið 2017, sem leiddi til þess að hann fór að kynna sér þetta mun betur. Hann fór til Bandaríkjanna til þess að heimsækja vinafólkið sitt sem á heima í WV ( West Virginia ) þau stofnuðu á þeim tíma Dragonfly Hemp Co. fyrirtæki sem framleiðir allskonar CBD vörur. Fékk þá þessa æðislegu kynningu á því hvað CBD getur gert fyrir alla, sérstaklega þá sem þurfa CBD á að halda. Á þeim tíma var CBD frekar nýtt á nálinni í Bandaríkjunum.

Við bræðurnir Bragi Austfjörð og Baldur Stefán erum á byrjunarstígi gigtar og spilaði það stórt hlutverk en það var ekki aðal ástæðan fyrir því að við byrjuðum að flytja inn CBD vörur, ástæðan fyrir því að við byrjuðum að flytja inn CBD vörur er til þess að efla heilsu og styrkja heilbrigðismál landsmanna.

Við megum flytja inn CBD snyrtivörur en ekki olíuna sjálfa. Sem er eiginlega bara synd því að CBD olían sjálf getur hjálpa svo mörgum sem þurfa á því að halda.


Leita